Ungviðið

Börn eru yndisleg, ekki hvað síst þegar þau koma með skemmtileg tilsvör. Litla ömmuskottið mitt er þar engin undantekning. En í gær hringdi þessi elskka (auðvitað með hjálp móður sinnar) til að þakka fyrir pakka sem amma og afi sendu henni. Í pakkanum voru náttföt og á treyjuni er bæn. Ég spurði þá stuttu hvað hefði verið í pakkanum hún var fljót að svara "peysa" ég held áfram að spjalla við hana og spyr svo hvað stendur á peysunni? það stóð ekki á svarinu hjá þeirri stuttu "Drottinn" málið var að mamma hennar var búin að lesa bænina fyrir hana og þetta mundi sú stutta. En hún var komin í náttföt kl. 6 í gærkvöld af því að það þurfti auðvitað að prufa þau strax.  Jæja ég ætla að drífa mig í að bæti í lokaritgerðina nokkrum orðum því hún á að fara í smá ritskoðun (eða það sem komið er) á eftir. Síðan er viðtal við bæjarstjóra kl. 11 út af ritgerðini það er alltaf að komast betri og betri mynd á þetta.

Þar til næst over and out

p.s Annars væri nú gaman að sjá hverjir eru að kíkja hér við, þannig að skiljið endilega eftir far

kv. Heiða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Innlitskvitt :-)

Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.3.2007 kl. 09:27

2 identicon

Híhí :) Stubban er líka farin að stríða mömmu sinni á kvöldin. Biður um að mamma syngi fyrir sig og syngur svo bara hástöfum með!

Halldóra (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:37

3 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Þetta er yndislegt líf. Það væri ljótt af okkur að kvarta sem eigum börn og barnabörn og höfum það svo hræðilega gott . Það er eins gott að við séum þakkláttar Heiða mín fyrir lífsgæðin sem við búum við. Og barnabörni finnst mér bara vera eitt stort ævintýri. hvílík hamingja. Væmnin er að ganga frá mér í dag. en það er svo gott að vera til.

Olga 

Guðrún Olga Clausen, 29.3.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband