Leiðtoginn og Ásdís Halla

Í gærkveldi fór ég á fyrsta hluta námskeiðsins um leiðtogann sem Ásdís Halla Bragadóttir gerði. Hún er greinilega snilldar fyrirlesari, talar blaðlaust og er einungis með glærur til að styðjast við eða allavega gat ég ekki betur séð. Hvað um það námskeiðið er haldið í fyrsta sinn á Akureyri og sækja það 550 konur á öllum aldri. En skyldi ekki vera gott fyrir karlmenn að fá svona námskeið líka? Þarna kemur upp í mér smá púki þar sem ég er alfarið á móti að draga fólk í dilka eftir kynferði. Eftir þetta frábæra kvöld dreymdi mig bara vel. Í morgunn beið svo skóli og meiri skóli þannig að ég sleppi ræktini í dag en á morgunn fer ég þangað.  Nú styttist óðum í páska og þar af leiðandi í að ég sjái litlu familíuna í R.vík. Hlakkar ekki smá til að sjá framfarir nöfnu minnar á þessum mánuðu sem þá verður liðinn frá því að ég sá hana síðast. Er komin í þvílíka þörf fyrir að knúsa hana aðeins. Ekki skrítið að ég gæti ekki látið mín börn af hendi nema vera kvalin af þrá eftir þeim þegar þau voru lítil er þetta eigingirni eða hvað? Jæja hér er sól og blíða þannig að allir hljóta að vera glaðir. Verst að þurfa að sitja inni í viðtölum og skriftum væri betra að vera úti á tölti eða bara taka snemmbúna vorhreingerningu í garðinumSmile Hætt þessu blaðri og farin að skrifa vonandi eitthvað gáfulegra

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband