27.3.2007 | 13:44
Vítamín sprauta
Kannski er þetta ekki góð fyrirsögn hjá mér. En mig vantar samt smá stuð núna til að koma mér í gang að skrifa. Fór í ræktina í morgunn og tók svo eitt viðtal, það gekk mjög vel. Fór svo í eitt af þessum leiðinda verkum það er að versla í matinn. Slysaðist samt inn í eina tusku búð og verslaði mér tvo boli svona svo ég hefði eitthvað að vera í þegar sólin fer að skýna. Auðvitað verður maður líka að búa sig undir að vera léttklæddur í Tallin og Pétursborg í sumar Er búin að skoða börnin á barnalandi sem ég heimsæki reglulega og eins nokkra skemmtilega penna í bloggheiminum. Vildi að ég gæti skrifað svona uppbyggilega. Nú er víst einhver að baula í mér að koma að gera eitthvað svo ég kveð að sinni.
Heiða
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl frænka mín
ég dáist að dugnaðinum í þér. Svona eiga konur að vera, alltaf að, eins og konur hafa löngum verið, en í dag kannski meira fyrir sjálfar sig. Frábært!! Læra, ferðast, versla, fara í ræktina
Ég hata líkamsrækt og það sést sjálfsagt á mér. Ég á erfit með að þola öll lætin og hvað maður á að vera hryllilega hress og kátur. Ég hef alltaf gefist upp og farið heim í fýlu. Mér finnst miklu skemmtilegra að fara bara út að ganga. Og hana nú!! En hitt get ég mjög vel gert að versla, læra (ég er líka í smá framhaldsnámi) og ferðast.
Kv.Olga
Gudrun Olga Clausen (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 12:05
Olga mín
Ég held að þú þurfir nú ekki á neinni innanhús líkamsrækt að halda þú ert fín eins og þú ert, út að ganga er eitt það besta sem maður gerir. En þú veist að genin að vestan gera okkur að hörku tólum:)
Kv. Heiða
Aðalheiður Magnúsdóttir, 28.3.2007 kl. 15:27
Takk fyrir jákvæðnina og uppörvunina frænka mín góða.
Olga
Guðrún Olga Clausen, 29.3.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.