26.3.2007 | 11:32
Margt er skrýtið í kýrhausnum
Mér dettur alltaf ýmislegt í hug þegar ég er í tímum um Evrópumálin. Í dag fengum við t.d. tvo gesti í tímann sem eru fylgjandi inngöngu okkar í ESB, af orðum annars þeirra mátti skilja að hér áður hafi sjálfstæðismenn verið fylgjandi inngöngu en svo hafi Davíð móðgast við Jón Baldvin út af yfirlýsingu sem sá síðarnefndi gaf í fréttum um að við værum á leið til að sækja um. Við þetta hafi Davíð sem sagt móðgast og eftir það verið á móti aðild og þar með flokkurinn allur. Nokkuð merkilegt ef menn verða fúlir í mörg ár. Allur flokkurinn fylgir Davíð og því er þetta ekki til umræðu og svo er annað ef við förum í evrópusambandið og tökum upp Evru þá gæti Davíð misst vinnuna. Jæja ekki gott mál þetta þorði samt ekki að spyrja gestinn af hverju hann segði sig ekki úr flokknum fyrst svona væri og hann væri algjör evrópu sinni. Nóg um þetta í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.