Vinur

Vinur

Vinur er sá er í hönd þér heldur
og hjarta þínu veitir skjól.
Aldrei vinur sorgum veldur
en veitir jafnan hlýjast ból.

Vinur er sá er gjarnan situr
og sorgir þínar fælir brott,
alltaf glaður og aldrei bitur,
æva færir kærleiksvott.
Vinur er sá er í kulda kemur
og kalið hjarta þiðið fær.
Vinur er sá er tregann temur
og tekur þig að hjarta nær.
Vinur er sá er vill þér halda
og vernda þá er sorgin knýr
að dyrum þér og um aldir alda
alltaf kemur hann sem nýr.
Vinur er sá er brosir breiðast
er brosir hamingjan þér við,
og jafnan hönd í hönd vill leiðast,
hamingjunnar að stytta bið.
Vinur er sá gleðst æ glaður
er gleðin brosir ljúft við þér.
Þér við hlið æ stendur staður,
sterkastur kletta jafnan er.

 

Ég held að ég sé að því komin að setja bara vísur eða ljóð sem að mér finnast falleg hér inn. Það er nú kannski alveg satt en allavega rakst ég á þetta áðan þegar ég var að leita að gögnum í tölvunni minni. Hafði tekið þetta af einhverri vefsíðu og geymt og notað stundum inn í kort brot út þessu ljóði. Vel við hæfi eftir góða helgi þar sem maður hefur aðeins ræktað vináttu og frændsemi.

Ekkert varð af skíðaferðinni hjá Sigurgeir enda varla mikill snjór eftir. Hefði nú samt kannski sloppið til en ágætt samt að hafa hann heima. Búin að vinna aðeins úr viðtölunum sem ég tók í síðustu viku , þarf svo að taka nokkur í næstu viku og vinna svo úr þeim gögnum sem komin eru. Er líka á leið á leiðtoganámskeið í næstu viku mjög spennandi í boði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Læt fylgja hér mynd af Aðalheiði Karen skautaskvísu sem fór á fyrsta sinn á skauta í gær. Hringdi svo í ömmu sína alsæl því þetta var svo gaman.

 

 Snilld

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband