24.3.2007 | 12:22
Framsókn
Á vafri mínu um fréttavefi nú í morgunn rakst ég á frétt þar sem sagt er frá því að Framsóknarmenn hér Norðanlands séu búnir að ráða kosningastjóra, Kona með reynslu varð fyrir valinu "Eva Ásrún" kvennskörungur mikill að mínu mati nú komin á nýjan vettvang. Spurning hvort við verðum öll pólitískari með aldrinum en allavega kom þetta mér á óvart. Konan er þó fjölhæf og kann örugglega að bregðast við mörgum mismunandi aðstæðum. Ef fæðing nýrra meðlima flokksins gegngur ekki vel þá er gott að hafa ljósmóður til að hjálpa til svo getur hún sunguð neikvæðu hliðarnar í svefn. Er sem sagt á því að þetta hafi verið klókur leikur hjá framsókn, svo er bara að sjá hvernig fer.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.