23.3.2007 | 15:13
Tíminn líður hratt
Það er víst óhætt að segja að tíminn líður hratt. Mér finn ég vera rétt komin í námsleyfi en það eru víst að verða fimm mánuðir síðan. Bara rúmlega einn og hálfur mánuður eftir. Í morgun skrapp ég aðeins niður í vinnu og viti menn ég gat gert smá gagn. Var nú samt ekki meiningin að vinna neitt þegar ég fór af stað. Var að taka viðtal við bæjarlögmann út af verkefninu mínu en frestaði svo tveimur viðtölum. Eðalfrænkan mætti ekki á svæðið í gærkveldi eins og búist var við því það var ekkert flogið milli Akureyrar og Reykjavíkur í gærkveldi. En nú er hún mætt og vænti ég þess að eiga góða kvöldstund með þeim hjónum í kvöld. Ritgerðarsmíðin gengur hægt og rólega en ég er nú samt alveg róleg. Sýnist ég ekki vera neitt á eftir öðrum allavega með þetta. Er reyndar aðeins að bíða eftir kommenti frá leiðbeinandanum mínum varðandi viðtölin, en ég held mínu striki á meðan ég heyri ekkert. Ég er auðvitað farin að bíða eftir að getað knúsað stelpurnar mínar bý við algjört karlaríki eða þannig. Sigurgeir er á leið upp á fjöll á morgunn fer sem fararstjóri yfir Tunguheiði. Það verður nú samt bannað að fara ef veðrið verður eins og um síðustu helgi. Þoli ekki svona einhverja hræðslu um hvar menn eru. Það var nú svo gáfulegt ferðalagið á síðasta sunnudag að hópurinn gekk eftir GPS tæki allan daginn og þau voru ekki komin heim fyrr en kl. rúmlega 20. Voru sótt af Björgunarsveit upp í Kröflu því það var ófært. Ætla að láta þetta duga í bili en set hér með mynd af einum göngugarpnum um síðustu helgi svo þið getið séð hverslags veðurlag var þarna.
Þarna eru menn komnir eigum við að segja til byggða en takið eftir skeggið er frosið. Held að þetta sé fararstjórinn úr þessari ferð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.