Slen, hvað er nú það?

Þessi dagur byrjaði frekar erfiðlega því ég vaknaði með kvef.beinverki og höfuðverk. Það er nú samt yfirleitt ekki mín deild að vera veik og liggja í rúminu svo ég gerði bara eins og stundum áður við þessar aðstæður fékk mér íbúfen og fór í skólann. Dóttir mín hefur nú reyndar sagt að menn þurfi að vera fárveikir til að ég samþykki að þeir séu veikir heima, held að það sé nú ekki rétt hjá henni. En ég allavega fór í skólann og heim um hádegi tók meira íbúfen og tók svo þrjú viðtöl eftir hádegið. Núna finn ég ekki fyrir beinverkjum né höfuðverk þó komið sé kvöld þannig að ég held að ég hafi fælt flensuna á brautLoLvei fyrir því. Má heldur ekkert vera að því að leggjast í rúmið þarf að komast sem lengst með blessaða ritgerðina fyrir páska svo ég geti eytt páskafríinu í borginni þar sem sambýlingurinn ætlar að leggja nýtt parket hjá dóttur okkar og tengdasyni. Á nú samt ekki von á öðru en ég þurfi að hafa námsbækurnar með mér því það styttist í lokinn. Kannski maður hafi samt tíma til að hitta einhverja ættingja og vini. Hitti Sillu frænku í dag hressa að vanda á nú frekar von á því að sjá meira af henni fljótlega því aðalfrænkan kemur með flugi annað kvöld. Er nú samt ekki viss um að ég hafi mig á neitt rall um helgina. en hvað um það, kemur allt í ljós.

Over and out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband