19.3.2007 | 19:02
Klúður eða hvað
Í dag sat ég skemmtilegan fyrirlestur í EES eins og venjulega. Í dag var verið að fjalla um EFTA , ESB og EES. Eftir því sem ég fer í fleiri fyrirlestra í þessu fagi verð ég meira og meira spurningarmerki um hvort við eigum að sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu eða ekki. Stundum finnst mér sem við séum komin það mikið inn í þetta að það verði ekki aftur snúið og því sé bara best að taka þátt í þessu af fullum krafti. Þegar maður fær vísa reikninginn sinn að hluta til í Evrum af því að einhverjar verslanir eru með sitt í Evrum þá veit maður ekki hvað er í gangi. En á móti hef ég líka tilhneigingu til að hugsa að þetta bandalag sé að verða of stórt sem sagt að það eigi eftir að liðast í búta aftur og þá er spurninginn hver stendur með hverjum. Kannski er þetta allt eintómt rugl í mér, en samt er ég á móti því að við hirðum bara góðu molana úr kassanum því þá erum við ekki að spila rétt. Í daga þurfti diktafónninn endilega að gefa upp öndina þegar ég var komin til að taka viðtal við einn af deildarstjórunum sem ég er að taka viðtöl við vegna lokaritgerðarinar. En þetta blessaðist nú allt og ég er komin með láns tæki fyrir morgundaginn:)
Annars held ég að það sé einhver pesti að reyna að ná bólfestu í mínum skrokki núna ættla því að fá mér Íbúfen og leggja mig smá. Þar til næst over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.