13.3.2007 | 21:24
Dagur að kveldi kominn
Búin að vera ansi dugleg í dag koma þó nokkrum orðum á blað, gera lista yfir væntanlega viðmælendur í viðtölum sem ég þarf að gera í sambandi við lokaverkefnið mitt. Fór lika út að ganga í þvílíku dýrðar veðri um kaffi leytið. Er svo líka búin að heyra í öllum mínum systkynum í dag auk þess sem ég hringdi í mömmu á Kanarý. Hún er enn lasin blessunin en fær núna einhverjar sprautur á hverjum degi til að drepa þessa sýkla. Vonum að það gangi og hún njóti góða veðursins þarna með pabba næstu tvær vikurnar. Á morgunn er skóladagur þ.e skóli fram að hádegi og svo ætla ég mér að fara í smá dekur eða þannig á snyrtistofu hér í bæ. Er annars hægt að kalla það dekur þegar maður fer í plokkun og litun? Held varla. Ekki veit ég hvar þessi pressa um upptöku Evru og inngöngu í ESB endar en eitt er víst að fyrir mánuði voru allir á leið í Evruna en nú heyrir maður ekki betur en að það séu mikið færri sem vilja fara í ESB en maður hélt og Frjálslindir vilja meira að segja endurskoða schengen. Kannski það sé rétt sem maður las þegar maður var að kynna sér evru umræðuna að á meðan illa gengur í efnahagslífinu vilja allir evru en þegar fer að ganga betur þá vill engin evru. En hvað um það mér fer ekki þessi stjórnmálaumræða. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki til pólitísk og ættla að halda því fram áfram En nú er ég hætt að bulla í bili.
kveðja
Heiða
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.