Jól og áramót

Það er ekki hægt að segja annað en jól og áramót hafi verið góð hjá okkur skötuhjúunum. Við eyddum jólunum í Reykjavík. Það er nú samt skrítið að fara svona að heiman um jólin. Enda höfum við ekki verið annarstaðar á aðfangadag í 27 ár þar til nú. Við vorum öll saman hjá Halldóru og Dúa á aðfangadag. Það var sko handagangur í öskjunni þar þegar farið var að opna pakkana, litlu skvísurnar áttu bæði marga og stóra pakka. En þetta gekk allt vel. Á jóladag var svo komið saman hjá Binna og Ágústu og þar haldið upp á níutíu ára afmæli tengdapabba, sem átti reyndar afmæli á aðfangadag. Þar var stórfjölskyldan saman komin að undanskyldum börnunum hans Ágústar heitins. Hangikjöt var á borðum þar eins og vera ber á jóladag. Allavega er það siður hjá okkur að borða hangikjöt á jóladag.

Annan í jólum hittumst svo við systkinin börn makar og barnabörn hjá Guðrúnu systur þar sem mamma og pabbi voru auðvitað líka. Þar borðuðum við öll saman og áttum góða dagsstund saman. Reyndar má geta þess að langt er liðið síðan allur hópurinn hittist síðast eða rúm fimmtán ár. Það var á sextíu ára afmæli pabba.

Við áttum góða daga í Reykjavík en komum svo norður seint um kvöld 29. des. Við eyddum svo áramótunum hér heima í rólegheitum. Bara ljúft.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Amm fínasta jólahátíð

Birna Dúadóttir, 9.1.2010 kl. 21:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.1.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband