Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Allt á fullu

Þetta er stutt samsuða á lífinu þessa daga. Heimir er búinn að kaupa bíl náði í eðalvagn í Reykjavík eða réttara sagt þá var það Binni mágur sem skoðaði bílinn og verslaði fyrir drenginn. Fyndið að með þessari aðgerð fór bíll í fyrsta skipti á mitt nafn. það má ekki setja bíl á nafn unglings undir 18 ára aldri svo ég er skráð fyrir bílnum í bili. Halldóra og Aðalheiður Karen ætla svo að koma norður á bílnum á föstudag þannig að þá verður gleði hjá Heimi og okkur hinum. Fá þær mæðgur yfir helgi og nýi bíllinn kemst til eigandans. Ég hitti leiðbeinandann minn í gær og sit nú sveitt við að lagfæra það sem hann benti mér á, vonandi hefst þetta allt á morgunn:) Því ég fer í fyrsta prófið sem er í Evrópu áfanganum frá EFTA til EES , 4 maí og það er gríðarlega mikið lesefni þar. Svo er prófið í stjórnun 7. maí. Reikna svo með að byrja að vinna 8. maí þarf reyndar að taka próf í HAR um mánaðarmótin maí júní en það hlýtur allt að blessast. Jæja hætt að slóra og farin að laga ritgerðina.

Farin

Jæja þá er búið að senda ritgerðina til leiðbeinanda. Fæ hana vonandi fljótt til baka svo ég geti lagað það sem hann kemur fram með.

Fórum annars út að keyra seinni partinn í dag keyrðum meðal annars út fyrir Krossanes í þvílikt dýrðlegu veðri og þvílíkt útsýni, gengum aðeins um og vorum í náttúruvímu það er svo fallegt að sjá yfir Eyjafjörð spegilsléttann í sólskyni, fjallahringurinn hvítur þvílík dýrð. Sótt Heimi svo í vinnuna og ákváðum að fara og fá okkur að borða einhversstaðar. Byrjuðum á að fara á Strikið þar var lokað fórum þá í Lindina leist ekki á þann stað sóðalegt og óaðlaðandi í alla staði enduðum á Plaza og fengum okkur þar ágætis saltfiskrétt, nema Heimir hann fékk sér Pizzu.

Þegar við komum til baka biðu okkar þær fréttir að Bragi pabbi hennar Þorbjargar hefði látist kl. 13 í dag. Það er ekki langur tími á milli þeirra hjóna en Magnea konan hans lést fyrir einum þremur árum að mig minnir. Sóma hjón sem fluttu frá Sandgerði norður í Garð i Kelduhverfi þegar Þorbjörg og Jón voru þar.

Látum þetta gott heita í bili

Góða nótt 

 


Gleði

Jæja nú brosi ég út í annað búin að senda hjálparkokkunum mínum lokaverkefnið til yfirlestrar, á þó eftir að fara yfir heimildarskrána áður en ég sendi á leiðbeinandann minn í síðustu krítiseringu vonandi þarf ég ekki að laga mikið. krossa fingur á mánudag. Heimir er enn að leita sér að bíl vona að þetta fari að hafast hjá honum og hann sinni þá lærdómnum betur. Nú ættla ég að fara og setja tærnar upp í loft. Kannski horfa á eina mynd með körlunum mínum og fara svo að sofa.

Þar til næst

farið vel með ykkur


Sól, sól skýn á mig

Gleðilegt sumar

Þvílíkt dýrðarveður sól, stilla og við frostmark. Allir kátir á Andrés Andar leikunum í fjallinu.  Færið örugglega betra en mörg undanfarin ár. Þau eiga það líka öll skilið sem eru þarna uppfrá. Ég læt mér nægja að horfa upp í fjall, er enn að skrifa. Srifa eyða og eitthvað svona skemmtilegt. En þetta er að taka enda.

Fékk yndislegt gullkorn hérna um daginn læt það fylgja núna

Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af,heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir.Smile

Eigið góðan dag í blíðu og stríðu.


Síðasti fyrirlestur vetrarins

Jæja þá er síðasti fyrirlestur vetrarins á lokum og vonandi sá síðast í þessu námi mínu. Lofa engu um að það sé sá síðasti á námsferlinum því sumir þurfa alltaf að uppfæra sjálfa sig. Ég er ein af þeim. Hef líka mikin áhuga á að læra meira um stjórnun og kannski kemur að því síðar að kafa dýpra í þessi mál. Í dag er aftur orðið vetrarlegt á Akureyri snjór yfir öllu og virkar ekki neitt vorlegt en það er svo sem í lagi því það er síðasti vetrardagur. Ætti nú samt kannski að ath. hvernig aumingja laukarnir mínir hafa það í garðinum, læt það samt bíða enn um sinn. Heimir minn leitar og leitar að bíl til kaups en ekkert er fundið enn. Hringdi áðan til að ath með verð á prentun á lokaritgerðini minni það er um 15-20þúsund eftir því hvað maður tekur mörg eintök. Best að hætta að slóra og klára ritverkið svo ég geti látið prenta í næstu viku og skilað á réttum tíma:) Gleymdi samt að segja frá því að ég fór á fund með Ragnari Arnalds og Þorvaldi Gylfasyni í hádeginu í gær þeir eru snillingar báðir tveir. Fundurinn var um Evrópumál og þeir á sín hvorri skoðunini þar. Bara gaman að þessuCool

Ljóð vikunar

Hamingjan
er ekki spurning um velgengni
eða veraldlegar eignir.

Hún er hugarfarslegt ástand
sem er sprottið af því að meta það
sem við höfum, í stað þess að vera í vanlíðan
yfir því sem við höfum ekki.

Þetta er svo einfalt - samt svo erfitt
fyrir mannshugann að skilja.

Óþekktur höfundur.

Enn og aftur nýtti ég mér heimasíðu frænda míns og stal ljóði, þvílíkt fallegt og í raun ástæða fyrir folk að hugsa um í kapphlaupinu um veraldlegu gæðin.


Skólinn

Nú er að byrja kvíðahnútur í maganum styttist í próf. Var að koma úr síðasta formlega EES tímanum og lang síðasti tíminn á þessari önn er í stjórnun á miðvikudag svo koma prófin:( það erfiðasta sem ég geri. En vonandi hefst þetta allt og ég get sagt ekki meiri próf fyrir mig takk. Þetta er nú samt sjálfskaparvíti því ég ákvað sjálf að fara í skóla. Heimir er að tapa sér í bílaskoðunarmálum þessa dagana og svei mér þá ef Sigurgeir er ekki orðin smitaður líka. Gaman að þessu. Það eru margir á faraldsfæti í þessari viku Inga Bjarney og Ólöf Rún koma í dag eða á morgunn og Ásgeir bróðir og co koma á miðvikudag hlakka til að sjá þau hef ekki séð þau lengi. Það eru sem sagt Andrés Andar leikar framundan og þá mæta margir í bæinn. Jæja hætt að rausa farin að næra mig og svo tekur ritgerðin völdin það sem eftir lifir dags.

Ótrúlegt fólk sem nærist á illmælgi.

Alveg er með ólíkindum hvað fólk getur verið andstyggilegt, ég les stundum bloggið hennar Ástu Lovísu sem af miklum kjark og hugrekki berst fyrir lífi sínu. Hverjum dettur í hug að fara að níða niður ja ég veit ekki hvort ég á að segja hana eða þá sem styrkja hana fjárhagslega. Er okkur ekki kennt að eitt góðverk á dag komi skapinu í lag, ráðum við þá ekki líka sjálf hvernig og hvað við viljum styrkja? Ég held að þessar illu tungur ættu bara að hugsa um það.

http://www.123.is/crazyfroggy/

 


Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag

DSCF2847Litla fjölskyldan jólin 2006.

Já hún Halldóra mín Friðný á afmæli í dag 27 ár síðan hún fæddist, ótrúlegt hefði eins getað verið í gær. Hringdi í litlu fjölskylduna í morgunn, nafna mín var nú ekki á því að mamma hennar ætti afmæli og neitaði að syngja fyrir hana. Las í mogganum áðan frétt um að nú væri loks búið að finna fitugenið spurning hvort maður geti þá fengið lækningu við að hafa það? http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1264439 Hætt að bulla farin að læra panodillið farið að virka svo nú er ég klár í slaginn.Cool

Lítil stelpa nokkura daga. Að veiða í Litlu á      4 bekkjar M.A ingur        Stúdent 17 júní 2000

                                    með langafa Lórenzi      á góðum sólardegi       á leið í dimmeteringu

halldóra nýfveiðikonaníslendingurinnstúdent

Ný gift 31. 12. 2003     Erfinginn fædd 3. mai.2005     Útskrifuð sem læknarritari mai 2005

brúðhjóninDSCF0810DSCF0871


Heilsubrestur á síðasta sprettinum

Sit hér og reyni að gera eitthvað af viti í ritgerðinni minni. Hitti Inga Rúnar í morgunn, hann var búinn að lesa yfir það sem komið var kom með nokkrar ábendingar. Gott það því nú ætti ég að geta kýlt á loka hnykkinn á þessu verki. Er full af kvefi, hæsi, hálsbólgu, hausverk og beinverkjum lifi á Íbúfeni og panódil en finnst það lítið virka. Vona að þetta gangi hratt yfir má ekkert vera að svona aumingjaskap. Ég verð aldrei veik því ég fæ ekki hita og er ekki með hann, held að það væri betra að fá bara hita og klára þetta heldur en að vera hitalaus og segja því nei nei ég er ekki veik bara slöpp og neita að liggja í bælinu. Jæja hætt að vorkenna sjálfri mér og frarin að skoða ábendingarnar;)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband