7.5.2008 | 20:31
Beina brautin
Hvað er bein braut? Er það braut sem við veljum okkur eða er það eitthvað sem aðrir ákveða fyrir okkur? Stundum vildi ég að ég gæti ráðlagt börnunum mínum og þeim sem leita til mín eina rétta uppskrift af henni en því miður kann ég hana ekki. Sonurinn er ekki búinn í prófum fyrr en 15. maí og er ferlega óráðinn með framtíðina. Á eftir ca. eitt og hálft ár í stúdent, sem ég reyndar vil helst að hann ljúki en það á eftir að koma í ljós. Halldóra Friðný kláraði sýn próf með stæl að vanda en ætlar þó að fresta sýnu námi um eitt ár. Ég hef þó fulla trú á að hún fari að ári í sína Heilbrigðisverkfræði.
Mér finnst þetta vor yndislegt þar sem ég er ekki í neinum prófum né ritgerðarsmíðum. Hef þó nóg að gera í vinnunni og er enn að læra fullt af nýjum hlutum þar.
Litla fjölskyldan ætlar að koma til okkar um Hvítasunnuhelgina, en turtildúfurnar fóru á Siglufjörð áðan, þar sem á að læra fyrir síðasta próf vetrarins. Aðalheiður Karen ætlar að koma með hjólið sitt og fara út að hjóla með ömmu og afa. Nú er hún orðin svo stór enda orðin þriggja ára. Við förum suður í útskrift og fermingu 23. maí og 25. maí. Þá ætla þau líka að flytja á milli blokka í Safamýrinni og getum við vonandi lagt þeim lið við það.
Í sumar erum við búin að fá sumarhús í Minni Mástungu eða ég held að húsið heiti það, litla fjölskyldan ætlar að vera þar með okkur. Þetta verður eina fríið hjá Halldóru í sumar því hún kláraði sitt frí í skólanum í vetur. Við erum ekki búin að plana allt fríið okkar en ég ætla nú samt að taka meira en eina viku í einu.
Jæja það er best að láta þetta gott heita í bili.
15.4.2008 | 09:44
Komin heim
Já við komum heim í gærkveldi eftir að hafa eitt þriðju helginni í röð í Rvík. Í þetta skiptið fór ég til augnlæknisins í eftir lit. Skoðunin var þokkaleg nema hvað augnþurrkur er alltaf að hrjá mig því var gripið til þess ráðs að loka táragöngunum í augnlokunum með því að brenna fyrir þau. Ekki það þægilegasta sem ég hef lent í en vonandi læknar þetta þennan augnþurrk. Nú er sem sagt staðan sú að brennt hefur verið fyrir táragöngin í efra (augnlokunum) en sílikon tappar settir í táragöngin í neðra þ.e. neðrihluta augna umgjarðarinnar. Ég þarf svo að mæta í auka skoðun út af þessu eftir sex mánuði. Á föstudagskvöldið pössuðum við svo prinsessuna okkar meðan foreldrarnir brugðu sér á árshátíð það var auðvitað bara gaman að vera með hana.
Á laugardaginn brugðum við okkur í smá búðaráp í leit að ljósum á baðið, við keyptum ekkert. Vandlátt fólk á ferð þar. Við fórum svo til Halldóru og ég varð eftir þar en Sigurgeir fór í fermingarmessu frænku sinnar enda ákveðið að hann tæki myndir fyrir hana.
Fermingarveislan hófst svo kl. 16:30 í Reiðhöllinni í Víðidal mikil og skemmtileg veisla. Margt fólk og dagurinn góður. Við fórum svo heim með Binna og Ágústu þar sem fermingarbarnið, foreldrar og hin amman og afinn mættu og daman tók upp gjafirnar sínar. Úr pökkunum kom mikið af fallegum gjöfu og auðvitað góðum kveðjum líka.
Á sunnudaginn átti svo hún Halldóra okkar afmæli orðin 28 ára daman skrítið hvað tíminn líður hratt. Mér finnst næstum eins og hún hafi fæðst í gær En hvað um það við höfðum smá kaffi líka fyrir stubbu sem verður þriggja ára Þriðja maí. Henni færðum við tvíhjól sem hún var búin að óska sér. Ég bæti fljótlega við mynd af henni á djásninu
9.4.2008 | 21:04
Er að koma vor?
Tíminn hefur liðið svo hratt þetta ár að ég held að það sé alvegað koma vor og sumar;) Enda ekki langt í sumardaginn fyrsta.
Við erum búin að vera á ferð og flugi síðust tvær helgar og verðum það væntanlega næstu tvær helgar líka. Um síðustu helgi keyrði ég suður með tengdaforeldra mína og Heimi. Sigurgeir kom svo fljúgandi á sunnudag og við brenndum beint í Sandgerði þar sem fermingarveislan hennar Söndru Rúnar var haldin í Grunnskólanum. Þetta var auðvitað fínasta veisla og gaman að hitta alla þar. Ég set nokkrar myndir hér inn, og líka úr veislunni hans Einars Ómars um þar síðustu helgi.
Um helgina ætlum við að gista í stúdíó íbúð á Sogavegi, það verður væntanlega mjög ljúft. Á laugardag er svo fermingin hennar Laufeyjar Maríu og á sunnudag er afmælið hennar Halldóru Friðnýjar. Þá ætla ég að hafa afmælis kaffi fyrir þær mæðgur báðar því skotta verður þriggja ára þann þriðja maí og þá verð ég ekki í Reykjavík. Við ætlum að fagna fertugs afmælinu hennar Sillu frænku það laugardagskvöld.
Enn er meira en nóg að gera í vinnunni og ég með hálfgert samviskubit yfir að fara suður á föstudag en það verður nú samt svo að vera því ég þarf að fara til augnlæknisins í eftirlit ég hefði átt að fara það fyrir einum og hálfum mánuði síðan.
Framkvæmdir hér heima ganga rólega enda alltaf verið að sinna einhverjum öðrum hlutum en þetta kemur allt. Með hækkandi sól verður allt klárt. Við höfum ekki enn ákveðið hvert eða hvenær við förum í sumarfrí. Þó ætlum við að reyna að verja einni viku með litlu fjölskyldunni í sumarhúsi einhverstaðar hér á landi.
Læt þetta duga í bili Þar til næst over and out.
31.3.2008 | 22:24
Annasamir dagar
Það hefur ekki verið tími eða þrek í að skrifa neitt hér að undanförnu. Mikið að gera í vinnunni og unnið frá því snemma á morgnana og fram yfir kvöldmat þá heim og það nauðsynlegasta gert og síðan sofið.
Þó var nú flugið tekið til Reykjavíkur á laugardaginn síðasta lentum í borginni um kl. 16. Dóttirin og dóttur dóttirin tóku á móti okkur, yndislegt. Gott að hitta litlu fjölskylduna og eyða smá tíma með henni. Á sunnudag var svo ferming í Grindavík þar sem Einar Ómar fermdist og komst í fullorðinna manna tölu eins og sagt er. Þetta var vel heppnuð fermingarveisla og allir glaðir og kátir það best ég veit. Síðan var keyrt norður með mömmu og pabba á sunnudagskvöld í frekar leiðinlegu veðri eins og svo oft á þessum árstíma.
Áfram verður mikið að gera í vinnunni næstu 1 - 2 vikurnar en þá er bara að fara snemma að sofa og snemma á fætur það er besta formúlan mín til að halda út. Svo er stefnan tekin á borgina um næstu helgi þá með tengdaforeldrana með í bílnum því nú er komið að fermingardegi Söndru Rúnar. Þau ætla að vera fyrir sunnan vikuna á eftir því það á svo að ferma Laufey Maríu 12. apríl. Þá helgi rennum við aftur suður en ætlum þá að stoppa aðeins. Ég á tíma hjá augnlækninum þann 11. apríl og svo á nú dóttirin afmæli þann 13.
Jæja læt þetta duga í bili
18.3.2008 | 07:01
Keila í kvöld
3.3.2008 | 21:11
Hver er sinnar gæfu smiður.
Oft rata mér þessi orð á munn. Eiginlega má segja að þetta sé eitt af þeim orðtökum sem ég vil halda í heiðri. Hver er það sem skammtar okkur í launaumslögin reyndar ekki við sjálf en við höfum þó eitthvað um það að segja hvernig við uppskerum. Það þýðir t.d ekki að vola og væla yfir launum en halda sig samt í sama fari ef við erum ekki ánægð með okkar þá sækjum við okkur meiri menntun eða betur launað starf. Þar af leiðandi höfum við áhrif á hvar við lendum. Það eru ekki allir að eltast við allar stóru fúlgurnar sem betur fer. Enda bíður lífið upp á mikið meira en brauðstrit ef við viljum bara hugsa um hvað við getum gert fyrir okkur sjálf.
Við leggjum líka grunn að því sambandi sem við búum í og hlúum að því á þann hátt sem við teljum vænlegast. Aftur á móti má segja að ef par eða hjón vinna ekki úr sínum málum þá er engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum. Þarna liggur líka gæfu smíði hvers og eins. Vinina þarf líka að rækta ekki endilega á hverjum degi en samt annað slagið, stundum sakna ég þess að vera ekki duglegri að heimsækja og rækta sambandið við frændgarðinn og vinina. Þó held ég að ég sé ekki mjög léleg í því. Samt vil ég ekki heldur ota mínum tota of mikið. En þetta er eitthvað sem ég ræð sjálf hvernig ég hef.Kannski rausa ég svona núna eftir skemmtilega helgi þar sem árshátíð bæjarins var haldin með pompi og prakt. Ég skemmti mér stórvel þó svo að ég færi í gömlum kjól og karlmannslaus að auki. Aftur á móti heyrði maður svona smá tón ég á ekkert að fara í, maðurinn kemst ekki , eða konan og þar fram eftir götunum. Það er bara val hjá hverjum og einum hvort hann fer eða ekki burt séð frá maka eða fötum. Reyndar mætti minn maður áður en kvöldið var allt en það var nú ekki vitað fyrirfram því hann var með félögum sem gengu á Hornstrandir síðastliðið sumar. Ég hitti nokkra ljúfa vini þarna og skemmti mér vel með vinnufélögunum en var líka ánægð með að sambýlingurinn skyldi mæta þó seint væri.
Um næstu helgi er planaður vina hittingur fram í sveit það verður ljúft. En þessi vika verður notuð til að vinna og vinna því nú er loks að sjá fyrir endann stóru verkefni í vinnunni. Halldóra er nú búin með stærðfræði hlutann í undirbúningsnáminu sínu lauk honum með stæl og 9.5 í einkunn enda dugleg að læra konan sú. Nú er hún komin í sumarfrí og notar það til að læra eðlis og efnafræði (að ég held allavega) gaman að þessu. Aðalheiður Karen er söm við sig og heillar okkur upp úr skónum. Þær komu norður mæðgur fyrir rúmri viku síðan og voru eina nótt hér. Ég vissi af þeim en Sigurgeir ekki hann varð heldur betur hissa þegar sú stutta mætti inn á herbergisgólf hjá honum. Hún fékk að mála og hjálpa honum en leist ekki á að herbergið og rúmið hennar ömmu væru ekki í íbúðarhæfu ástandi. Hún skreið nú samt uppí hjá okkur á sunnudagsmorgninum gott að lúlla á sófanum sagði hún bara
Nú ætla ég að hætta þessu bulli í bili og horfa smá á sjónvarp áður en ég legg mig með bókina mína sem er Óreiða á striga.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2008 | 20:32
Þreyta eða leti
Stundum getur verið að maður geti ekki greint á milli þess að vera þreyttur eða latur. Í dag var ég ótrúlega þreytt, svaf illa á sófanum í nótt, fór í leikfimi kl. 6 og var svo bara syfjuð. En það má öllu gefa nafn ég var nefnilega bara nokkuð dugleg um helgina, Sigurgeir byrjaði að taka hjónaherbergið í gegn (þess vegna sofum við á sófanum) ég flutti okkur því í nýuppgert tölvuherbergið sem ég reyndar kláraði að græja um leið, þvoði bílinn og þreif íbúðina. Eyfi var í mat hjá okkur og síðan fórum við þrjú í leikhús að sjá Fló á skinni það var mjög gaman. eftir leikhús fórum við svo á skrall byrjuðum reyndar á að fara heim en fórum svo á Vélsmiðjuna sem fær ekki háa einkunn hjá mér. Ég skil ekki með hvaða hugarfari fólk fer út að skemmta sér í dag. Það er dansað með glös og flöskur sem enda oft á tíðum brotin á gólfinu, þannig var þetta þarna, á gólfinu flaut allt í vökva og glerbrotum. Við entumst ekki út ballið enda gott að komast heim og slaka á. Á sunnudaginn var svo haldið áfram í tiltekt og þvotti, Eyfi fór suður eftir kvöldmat auðvitað eldaði ég handa okkur áður en hann fór, enda var kappinn búin að flikka aðeins upp á systur sína með klippingu og svona.
Maður er auðvitað strax farin að sakna skottu litlu og hennar fylgifiskum. En það verður samt örugglega ekki lengi að líða tíminn þar til við sjáumst næst. Gamla settið er flogið til Kanarý að vanda svo nú eru tvö hús að hugsa um. Það er viðbót við annað að hugsa um póst, blóm og fleira. En allt í lagi ekki málið. Guðrún systir fór og skoðaði fyrir mig borðstofuborð og stóla á laugardaginn. Það verður gaman að sjá hvernig það lítur út þegar það ratar heim í stofu til mín í vikunni já ég sló til og keypti þetta sett sem Geiri sá auglýst í 24 stundum. En við þetta borð rúmast mun fleiri en við það gamla.
Jæja ég gæti nú svo sem farið að blogga um pólitík, kjaramál eða önnur heimsins mál en ætla að láta það vera því það eru nógir að rífa sig þar. Þó verð ég að segja að mér finnst orðið alveg ótrúlegt hvað fólk er tilætlunarsamt í dag. það vill enginn hafa neitt fyrir neinu en samt á allt að vera fullkomið og þjónusta hins opinbera hún má ekki kosta neitt en á samt að vera fullkominn. Stundum finnst mér tilætlunarsemi fólks algjörlega út í hött.
Nú er ég hætt þessu röfli og farin að prjóna svo nafna mín fái nú peysuna sína einhvertíma fyrir sumarið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2008 | 21:03
Tími á blogg
Eitthvað fer minna fyrir bloggi hér á nýju ári. Það skýrist fyrst og framst af mikilli vinnu. Þó hefur nú ýmislegt verið brasað. Á miðvikudeginum í síðustu viku kom Aðalheiður Karen norður í flugi með langömmu sinni og langafa. Það var yndislegt að fá hana en jafnframt heilmikið púsl því hún varð lasin fyrstu nóttina ældi og fékk háan hita. Langa kom því og passaði hana meðan ég var að vinna bæði á fimmtudag og föstudag en svo var hún orðin hress á laugardag og var farið út á sleða og á róló þó svo að allt væri á kafi í snjó. Hér sjást myndir af sleðadrottningunni og einnig ein af henni að róla með afa.
Þetta er nú ekki leiðinlegt. Enda var leikurinn endurtekinn á sunnudeginum og þá var líka farið í bollu kaffi til langömmu og langafa. Á mánudeginum var svo plönuð heimferð í flugi, þó ekki fyrr en kl. 12:25 því þurfti að fá pössun fyrir skvísuna þá líka. En nú voru góð ráð dýr því langa var orðin lasin svo afi var heima til kl 10 en þá kom ég heim og tók við. Við mættum svo á flugvöllinn og hittum Elías sem tók hana með sér í flug, hún var sko ekki bangin við hann þó hún hefði ekki hitt hann fyrr. Flugið suður gekk vel og hún glöð að hitta mömmu sína og pabba.
Í dag er Eva María 19 ára til hamingju með það Eva mín. Um næstu helgi stendur til þorrablót hjá karlakórnum og þangað verður farið. Síðan er stefnan tekinn á Fló á skinni þann 16. og svo er árshátíð Akureyrarbæjar 1. mars. Einhvern tíma þarna á milli þyrfti ég svo að skreppa suður til augnlæknis. Gaman hefði líka verið að sjá sýningu Verslunarskólanema sem verið er að setja upp en þar leikur Jón Ágúst eitt hlutverkið. Svo er verið að setja upp brúðkaup fígarós hjá Söngskólanum og þar er Bragi að syngja það hefði verið gaman að sjá hann á sviði hann er þvílíkur bassi og á örugglega framtíðina fyrir sér í söngnum. Fjórar fermingar eru líka í fjölskyldunni á þessum vormánuðum og tvær stúdents útskriftir auk þess sem Bragi lýkur væntanlega Viðskiptafræðinni. Allar þessar fjölsk.samkomur eru sunnan heiða það er svo sem ekki skrítið þar sem ég er ein minna systkina hér norðan heiða og eins er með Sigurgeir.
Jæja ég ætla að láta þessu pári ljúka hér í dag. Skrifa meira fljótlega.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2008 | 15:27
Framkvæmdir
Já nú er svo sannarlega allt á fullu.
Heima er búið að rífa niður úr einu lofti, lagfæra rafmagnslagnir þar og búið að bæta við loftnetslögn þannig að hægt verið að vera með sjónvarp á fleiri stöðum í húsinu. Núna er svo verið að klæða loftið að nýju með fínu klæðningunni sem keypt var fyrir jól.
Í vinnunni er búið að vera nóg að gera undanfarið þannig að flest annað hefur setið á hakanum hjá mér, en nú fer að hægjast um þannig að þá fer maður að sinna því sem trassast hefur. Mætti meira að segja í leikfimi í gærmorgunn Í gærkveldi fengum við góða gesti í heimsókn og í kvöld ætla ég að taka því rólega. Á miðvikudaginn fæ ég nöfnu mína norður og ætla að njóta þess að hafa hana til sunnudags eða mánudags. Mamma og pabbi eru fyrir sunnan og ætla að koma með hana með sér norður í flugi, en mig vantar enn einhvern til að hafa hana með sér suður í flugi á sunnudag. Það hlýtur nú samt að finnast leið annars fer hún í bíl á mánudag.
Heimir er búin að vera með kvefpest þessa vikuna en þó alltaf farið í skólann einhvern hluta dagsins í gær sagði ég stopp við hann þegar hann ætlaði að fara að vinna kl. 6. Eftir að hafa farið og reynt að fá einhvern til að vinna fyrir sig þar sem hann var alveg búinn á því, enda kominn með tæplega 39° hita blessaður. Ég hringdi niður í Hagkaup og tilkynnti hann veikan. Halldóra mín hefur sagt að ég sé allt of hörð á að menn mæti í vinnu þó þeir séu veikir þannig að ég held að þarna hafi veikindin verið orðin heldur mikil hún liggur líka í rúminu í Rvík lasin í nebbanum sínum og hásinum að sögn Aðalheiðar Karenar.
Jæja ég ætlaði nú bara svona að láta vita aðeins af mér en ég skrifa meira síðar.
Hvert á maður annars að fara í sumarfrí?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.1.2008 | 22:16
Áramótaheitið
Snillingur get ég verið gaf áramótaheiti sem ég er strax búin að svíkja. Mætti tvo daga í ræktina en síðan ekki söguna meir í bili. Það er mikil vinna þessa dagana og verður það allavega næstu viku. Því er bloggið vanrækt, líkamsræktin eingöngu á stólnum í vinnunni, fjölskyldan laus við mig nema yfir blá nóttina. En lífið er dásamlegt.
Skrifa meira síðar