12.3.2007 | 23:22
Ljóð kvöldsins
Má til með að deila þessu ljóði með ykkur, mér finnst það svo fallegt.
Vinur.
Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarinnar.
Það sem samúð þinni
er sáð og gleði þín
uppskorin.
Góða nótt
Heiða
12.3.2007 | 16:02
Mánudagur ekki neitt til mæðu
Þá er ég búin að senda ritgerðina mína til krítiseringar:) mikil gleði það. Í morgunn fór ég í skólann og hlustaði á nemendaverkefni um Íslenskan landbúnað og ESB hvað gerist ef við göngum í ESB? Það er ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir aldursmuninum í svona tímum enda kannski ekki furða fólk sem er ungt hefur ekki rekið heimili eða keypt í matinn nema þá örstuttan tíma hefur ekki sömu lífssýn á þetta. Eftir skóla fór ég niður í vinnu og ræddi lengi við Gunnar sem er minn tengiliður í sambandi við lokaritgerðina því nú er komið að því að ég fari að skrifa um statusinn á stjórnskipulagsmálum bæjarins. Þau í vinnuni eru að fara út að borða á strikið og svo á Píkusögur á fimmtudagskvöldið og ég ætla að skella mér með þeim. í þessari ferð frétti ég líka að það á að flytja starfsmannaþjónustuna núna á næstu dögum eða vikum yfir í hinn enda ráðhússins svo við fáum stærra pláss. Sem sagt mín bíður nýr staður í vinnuni þegar ég kem til baka. Var að frétta af mömmu hún er enn sárlasinn á Kanarý ekki gaman það. Jæja ætla að skella einni mynd af skvísunni minni hér inn Þar til næst, farið vel með ykkur
bless bless
Heiða
11.3.2007 | 23:52
Lokaritgerð
Ég setti mér það markmið að koma fræðilegahluta lokaritgerðarinar minnar til leiðbeinanda míns í dag, það dregst til morguns þar sem ég sendi hann ekki án þess að búið sé að lesa textann yfir fyrir mig. Ég á tvær góðar að til þess þ.e. bæði yndislega systur og dóttur heppin ég því þær eru báðar betri í stafsetningu en ég og svo sjá þær auðvitað málfarsvillur sem ég er orðin samdauna þar sem ég skrifa sjálf. Annars er þetta búin að vera góður dagur eins og venjulega ég fór á fætur um 9 í morgunn og var byrjuð að skrifa fyrir 10 svo kom Tobba og hjálpaði mér heilmikið í Norskum þýðingum Það munar ekki smá að fá einhvern til að leiðbeina sér þegar maður er að lesa á tungumáli sem maður hefur aldrei lært. Um kaffileitið fórum við skötuhjúin svo út að ganga (það er nauðsynlegt þegar maður hangir í tölvunni allan daginn). Eftir útiveruna tóku svo skrifin við á ný og er þeim ný lokið þannig að nú bíð ég bara spennt eftir að sjá hversu mikið af villum ég þarf að laga svo ég geti sent þetta áfram. Á morgunn er skóli og svo er á dagskrá að fara niður í vinnu og ath. hvernig ég geri spurningarlista og hvort ég næ mér í heimildir í áframhaldandi skrif, því það þýðir ekki að stoppa neitt núna. Verkinu þarf að ljúka fyrir 30 apríl. Þannig að það er ekkert hangs í boði. Eins þarf ég að heyra í mömmu og pabba á morgunn hef áhyggjur af því að mamma sé enn veik á Kanarý. En nú er kominn tími til að bjóða góða nótt
10.3.2007 | 13:09
Veðrið
Hver nennir að sitja inni og skrifa í dag. Hér er logn og stilla hiti um frostmark og sólin skýn skært.
Langar út en verð að halda áfram við skriftir. Samt alltaf gott að vera sólarmegin í lífinu og tilveruni
Heiða
10.3.2007 | 09:48
Síðasta vika
Þá er síðasti dagur þessarar viku runnin upp og markmiðum vikunar ekki náð. En ég var búin að setja mér það markmið að skila fræðilega hluta lokaritgerðarinar í dag. Þó nokkuð í land þar. En þetta hefst allt á endanum. Ég er bara snillingur í að gera eitthvað annað en ég ættlaði mér t.d. þá fór ég suður til Grindavíkur á síðasta mánudag og kom heim aftur á fimmtudagskvöldið. Það var nú yndislegt að vera með systarbörn mín og geta hjálpað til. Ólöf Rún var veik og það er ekki mín sterka hlið að horfa á veikt barn og geta ekki mikið hjálpað ( held að ég geti aldrei þakkað það nógsamlega hversu hraust mín börn voru og eru). En hvað um það ég fékk líka tækifæri á að hitta nöfnu mína og dóttur í smá tíma áður en ég fór í flug og það leiðist mér aldrei:) Sótti Aðalheiði Karen í leikskólan hún var að leika sér að hlaupa þegar ég kom en hún snér við á punktinum og flaug upp um hálsinn á ömmu sinni. Auðvitað vildi hún svo fara í stóru flugvélina með mér:) Geiri minn sótti mig svo á flugvöllinn og bauð mér út að borða alltaf jafn sætur í sér þessi elska:). Í gær var ég svo hér við tölvuna bæði að skrifa í ritgerðini og leita meiri heimilda. Í dag er svo meiningin að reyna að ljúka þessum hluta svo ég geti byrjað á þeim næsta á morgunn. Af mínu fólki er það nú helst að frétta að mamma og pabbi fóru til Kanarý á þriðjudaginn en þá var mamma orðin hálf lasinn. Á miðvikudag mátti pabbi fá lækni til hennar því hún var fárveik, smá samviskubit yfir að hafa ekki hvatt pabba til að fresta ferðini um viku en hvað um það. Hún er öll að hressast kannski komin í sólbað núna:) Guðrún og Óli komu úr sinni siglingu á fimmtudag þannig að það eru allir á landinu nema m og p. Jæja ég ætla ekki að bulla meira núna það er kominn tími á að setjast yfir lokaritgerðina.
Farið vel með ykkur þar til næst
Heiða
9.3.2007 | 13:34
Prufu blogg
Góðan dag.
Þar sem ég gafst upp á að blogg á gamla blogginu mínu þá verð ég að prufa þetta. Spurning hvort það virkar betur. Þarf samt að gefa mér tíma til að setja þessa síðu upp eins og ég vil hafa hana. það bíður samt því nú verð ég að skrifa eitthvað í lokaritgerðina mína:)
Kveðja Heiða
9.3.2007 | 12:49
Fyrsta bloggfærsla, flutt frá gömlu síðunni minni
Fyrstu skil
Þá er fyrsti hluti lokaritgerðarinnar farin til krítiserngar. Spurning hvort ég var á réttri leið. En hvað um það. Lífið undanfarnar tvær vikur hefur nánast snúist um að skrifa ritgerðir. Það þurfti að flytja og skrifa ritgerð evruna og myntbandalagið í EES og var flutningurinn á því þann 14. Það gekk að ég held þokkalega, sama dag átti að skila litlu verkefni í Þekkingarstjórnun, því var nú eiginlega rimpað af 1, 2, og 3 en ég fékk þó 8,5 fyrir það. Svo voru það skil á fræðilega hluta ritgerðarinnar ég sendi það í gær. Mér er létt hvað sem Ingi Rúnar segir við því sem komið er þá get ég ekki annað en beðið eftir að fá krítík, finnst ég ekki alveg vita hvort ég er að tækla þetta rétt. Stóð mig af því að ætla að fara að skrifa langa pistla um öll stikkorðin, en ákvað að stoppa og fá komment. Um síðustu helgi var árshátíð hjá kórnum, við mættum auðvitað þar. Er ekki viss um að það hafi fallið úr ein einasta síðustu 25 ár eða svo jú kanski ein eða tvær. Þetta var rosalega gaman mikið meira stuð en oft áður:) Við tókum Ágúst með okkur og var hann mjög ánægður. Gott mál það. Á sunnudaginn fórum við svo á kynningu þar sem var verið að kynna ferðina til Thallin og Pétursborgar sem stendur til að fara 21 júní næst komandi, við skráðum okkur í hana eins og ég svo sem reiknaði með. Þetta verður örugglega gaman.
Er ekki einhver að koma norður um næstu helgi fljúgandi og vill taka með sér litla skottu:) Mig langar að fá Heiðu skottið mitt og spilla því aðeins:) Mikið er maður al ltaf langt í burtu þegar mann langar að knúsa þær mæðgur þá verður maður að senda knús í gegnum símann. Kannski Eyfi bróðir komi, allavega styttist í að ég sjái hann því hann kemur með Einar Ómar um aðra helgi þá er eitthvað fótboltamót hér. Sigurgeir er farinn að opna tölvuna aðeins og kíkja á hvað hann getur gert með myndirnar sínar. Hann fór á námskeið um daginn og efldist allur við það þó hann hafi í gegnum árin tekið góðar myndir og við eigum mjög góða stafræna vél þá hefur hann ekki kunnað að koma þeim í tölvu og þ.h. því hann kann ekki á tölvu en þetta stendur allt til bóta. Búin með eitt námskeið og ég kem til með að hvetja hann til að fara á framhald. Þá á bara eftir að læra að meðhöndla myndirnar úr vídeó vélinni ég ætla mér að fara á þannig námskeið næsta vetur.
Komið nóg í bili Þarf að læra
Þar til næst farið vel með ykkur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)