8.5.2007 | 23:41
Þá er komið að því
7.5.2007 | 18:57
Ættfræðin
|
7.5.2007 | 08:44
Vonandi næst síðasta prófið
Þá er komið að því próf í þekkingarstjórnun kl. 14 í dag og stór hnútur orðin fastur í mínum maga. Ég spyr mig oft í gegnu próflestur og streð á ég að fara til læknis og fá róandi í þessa daga sem ég sef illa stressast upp og gleymi öllu sem ég les. Myndi ég muna hlutina ef ég væri á róandi. Jæja ég hef ekki látið verða af þessu einfaldlega vegna þess að mér er illa við lif. Sumir hafa sagt mér að gera þetta þvi það hafi ekki áhrif á annað en að ég slaki á. Þá vil ég nú samt frekar hlusta á ljúfu lögin í Ipodinum mínum sem ég reyndar get ekki haft með mér í prófið. Ipodinn inniheldur ljúfa tónlist með: Út í vorið, Óskari Péturssyni, Ellý og Vilhjálmi og fl. þvílíku ljúfmeti. Ekki meira um prófa spennu því nú fer líka að koma að því að ég fer að vinna aftur reikna með að byrja á miðvikudaginn. Mér finnst reyndar stutt síðan ég fór í námsleyfi þó svo að það séu að verða 7 mánuðir. Ég ætla að enda þennan pistil með ljóði vikunar af síðunni hans Skúla (ég er ekki vön að stela en hann finnur bara svo góð ljóð) Þetta kvæði segir margt ekki satt. Tökum svo lífinu fagnandi og þökkum fyrir allt það góða sem í því býr, við megum ekki alltaf telja sjálfsagt að lífið sé dans á rósum.
Lífið.
Lífið er ögrun - takstu á við hana!
Lífið er gjöf - þiggðu hana!
Lífið er ævintýri - njóttu þess!
Lífið er sorg - yfirstígðu hana!
Lífið er harmleikur - horfstu í augu við hann!
Lífið er leikur - taktu þátt í honum!
Lífið er leyndardómur - afhjúpaðu hann!
Lífið er söngur - láttu hann hljóma!
Lífið er tækifæri - gríptu það!
Lífið er ferð - farðu hana á enda!
Lífið er regnbogi - hafðu upp á honum!
Lífið er andstreymi - bjóddu því birginn!
Lífið er markmið - náðu því!
Lífið er ráðgáta - leystu hana!
Lífið er hátíð - njóttu hennar!
Lífið er lexía - lærðu á hana!
Lífið er Ást - breiddu faðminn á móti henni!
( Aussie )
Svo eru allir góðir straumar velþegnir í prófinu í dag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 15:12
Blekking
Það er fyrsta orðið sem mér kemur í hug þegar ég geri upp prófið í EES sem ég var að koma úr. Skrítin tilfinning þegar maður þykist hafa verið búin að undirbúa sig vel og svo koma bara allt önnur sjónarhorn á prófinu en maður hafði reiknað með, en hvað um það ekki þýðir að gefast upp. Verst ef þarf að lesa þett allt upp aftur. Núna er ég aftur á móti að byrja að lesa fyrir próf í þekkingarstjórnun sem er bæði mjög spennandi fag og skemmtilegt. Vonandi gengur það próf líka betur. Eyjólfur bróðir er að koma norður í kvöld það verður gott að hitta hann karlinn og faðma aðeins. Hann er nú reyndar á einhverju öðru trippi en að hitt systur sína en það kemur nú bara allt í ljós. Ég heyrði í nöfnu minni í gærkveldi þegar hún var að taka upp pakkann frá okkur hún var auðvitað himinsæl þegar innihaldið kom í ljós og neitaði svo að fara í pössun til ömmu sinnar Huldu í morgunn nema að hafa með sér nýju sængina. Þessi stelpa dýrkar stubbana
3.5.2007 | 21:02
Góður dagur á enda runninn
Hamingjan er í verunni
það að stefna á eitthvað -
af heilu hjarta, án
þess að hvika, án eftirsjár,
án fyrirvara.
Fer að sofu undir þessum áhrifum og krossa fingur yfir EES prófinu í fyrramálið
3.5.2007 | 09:31
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.................
Elsku ömmu stelpan mín hún Aðalheiður Karen á afmæli í dag, orðin tveggja ára. Nú er amma langt í burtu því miður en við sjáumst þó fljótlega.
Hér er hún nýfædd Rétt tæplega eins árs
Nýjar myndir frá því í Á leið í leikskólann með afmælis-
morgunn fékk nýtt buf blöðrur handa öllum krökkunum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 09:07
Hver segir að lærdómnum ljúki?
Ég heyri oft núna að þetta sé alveg að verða búið og ég segi já og ekki meiri skóli. En viti menn þetta er auðvitað kolrangt því við erum alltaf að læra. Það er kannski satt að ég er ekki á leið í meira nám næsta haust nema þá að ég er ákveðin í að fara á námskeið í allaveg vinnslu ljósmynda og vídeómynda ætla að koma mér upp forriti til að klippa myndbönd og gera heilar myndir úr þeim. Svo langar mig á annað útskurðarnámskeið Einu sinni var ég líka búin að segja að ég ætlaði að fara að læra að mála þegar ég yrði búin með Háskólann spurning hvað maður gerir í því. Með allar þessar hugsanir á málshátturinn sem ég fékk um páskana vel við en hann er svona: Enginn er of gamall gott að læra.
En nú er að hætta að slóra og lesa undir próf er alveg orðin rugluð í öllu þessu EES, ESB, EBE og EFTA, eigum við að vera með eða ekki eru til fleiri góðir molar en við erum búin að ná okkur í og hversu slæmir eru slæmu molarnir, guð ég ætla að leyfa stjórnmálamönnunum að finna út úr því
Þar til næst over and out
1.5.2007 | 10:11
1. maí
Á þessum degi minnist ég nánast alltaf einum að mínum uppáhalds frændum í barnæsku. Maðurinn sá hét Vigfús Einarsson og var hann bróðir afa míns í móðuætt. Dugnaðar forkur af Snæfellsnesinu. Hann var svo harður verkalýðssinni eða eigum við að segja kommi að hann fór í 1. maí göngu einu sinni sem oftar í rauðum regnstakk með rauða regnhlíf og í rauðum stígvélum. Ég man að þegar ég var unglingur var þetta rætt við hann í einu dagblaðana sennilega Þjóðviljanum því auðvitað var þetta mjög sérstakt. Hann Fúsi minn var líka alveg einstakur. Ég læt fylgja hér með ljóð sem er að finna í ljóðabókinni Þræðir, sem hann gaf út. Gekk svo með um landið og seldi.
Fátækt
Eg finn að eg er fátækt barn.´
Eg finn, eg veit, eg skil,-
að eg á ekkert, ekkert
í eigu minni til.
Þetta er reyndar bara fyrsta erindið af fjórum en allavega þá mátti hann ekkert aumt sjá.
30.4.2007 | 15:00
Búin að skila
Þá er búið að skila lokaritgerðini. Skrítin tilfinning það. En nú er að snúa sér að próflestri því þau eru víst að skella á. Það væri nú ljúft að vera búin að þessu öllu en það eru þrjú próf og þá er Viðskiptafræðin frá. Svo tekur vinnan við 8. mai. Halldóra Friðný og Aðalheiður Karen flugu suður í morgunn þannig að ég sé þær sjálfsagt ekki fyrr en við útskrift. Nema ég fari suður og versli mér útskriftardress fyrr
Þær mæðgur skruppu með Heimi og Evu austur á Húsavík í gær, Heimir var að sýna ömmu og afa nýja bílinn alsæll með hann.
Halldóra þarf líka alltaf að fara til þeirra þegar hún kemur norður og vonandi helst það þannig. Gott þegar börnin manns hugsa vel um ömmur og afa. Hún hefur líka alltaf haft svo miklar taugar austur hefði helst viljað kaupa Garð af ömmu sinni og afa þegar þau fluttu úr Kelduhverfinu inn á Húsavík. Hún á örugglega eftir að heimsækja sveitina sína í öllum sumarfríum
jæja nú er best að hætta að slóra og reyna að læra smá. Set hér inn nokkrar myndir síðan um helgina Það var nú ekki dónalegt að vera á pallinum hjá ömmu og afa.
Fyrst er hún að lita fína mynd
handa ömmu
Sæta mín á pallinum með sólgleraugu sem hún vill svo að dúkkan noti.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 01:31