Spennufall eða hvað?

Jú það má alveg segja að það hafi orðið spennufall hér í dag. Pabbi fór í hjartaaðgerðina í morgunn og gekk hún bara vel. Það var gerð hjáveita á fjórum stöðum en ekki þremur eins og við héldum að yrði gert í upphafi. Aðgerðin var gerð á sláandi hjarta sem þýðir að hann var ekki settur í hjarta og lungna vél, það er talið að eftir batinn verði hraðari ef þetta er hægt. Á fundinum í gær var okkur sagt að hann yrði vakinn seinnipartinn í dag en þeir tóku ákvörðun um að láta hann sofa eitthvað áfram og þegar þetta er ritað er ekki búið að vekja hann og óvíst að það verði gert fyrr en í fyrramálið. Vonandi gengur það samt vel. Mamma fær að heimsækja hann þegar hann verður kominn af gjörgæslu en það er ekki æskilegt að komi fleiri en einn í einu til hans í byrjun og þá bara í 5 - 10 mín í senn. Hér er semsagt enn beðið fyrir góðum bataSmile Ég vonast líka til að fá að sjá hann áður en ég flýg aftur norður á miðvikudag. Jæja ég ætla ekki að setja meira hér núna en hef væntanlega meiri upplýsingar á morgunn.

Kveðja úr borginniCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Af því ég rakst hér inn (þetta er einskonar afsökun,vegna þess að ég þekki þig ekki) en langar til að óska þér og pabba þínum góðs bata, og auðvitað í leiðinni til hamingju með að þetta gekk vel.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er gott að heyra að allt gekk vel

Jónína Dúadóttir, 8.12.2009 kl. 06:12

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er flott hvað þetta gengur vel

Birna Dúadóttir, 9.12.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband