Fljótt skipast veður í lofti

Jæja nú sit ég í Safamýrinni hjá Halldóru og Dúa og bíð þess að fara í flug norður. Vona að ég fái ekki ælupestina sem herjar á heimilisfólkið hér þ.e. nema Jóhönnu Kristínu hún er spræk.

Tildrög þess að ég æddi suður voru þau að pabbi fór í hjartaþræðingu á fimmtudagsmorguninn og út úr því kom að þrjár aðal kransæðarnar að hjartanu eru mikið stíflaðar og þarf að gera hjáveituaðgerð við þær allar. Hann verður inniliggjandi fram að aðgerð og fær ekki að fara út af spítalanum. Aðgerðin verður þó ekki gerð fyrr en seinnipart næstu viku eða þá í þarnæstu viku. Tímann fram að því á að nota til rannsókna og fræðslu. Það þarf að testa vel hjarta, lungu og nýru. Gamli tekur þessu nú með jafnaðargeði segir að þetta sé eins og að gera við vél þetta sé bara lifandi vél. Við fengum nú reyndar ekki að vita þetta svona nákvæmlega fyrr en á fjölskyldufundi með lækninum í gær, en ég fór fram á slíkan fund, Það er ekki hægt að upplýsa nánustu aðstandendur ekki um hvað er í gangi. Mamma fór ekki með honum suður þannig að þegar þær upplýsingar bárust að hann þyrfti í aðgerð ákvað ég að keyra hana suður svo hún hefði bílinn í Reykjavík því þetta er langt ferli sem nú fer í gang og betra fyrir hana að vera sjálfbjarga í höfuðlborginni.

Það er ekki ólíklegt að maður eigi eftir að brenna suður aftur þegar aðgerðin fer í gang en það kemur allt í ljós. Þessir dagar sem framundan eru fara í að bíða og vona að allt gangi vel sem ég hef fulla trú á að verði.

En nóg í bili. Þarf að pakka fyrir flugið heimSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Knús á þig, sjáumst fljótlega

Birna Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta fer vel

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband