Jólahlaðborð og fleira

Bloggið ber þess glöggt merki hvernig tíminn líður hjá mér. Finnst ég vera rétt búin að skrifa hér inn en það er víst vika síðan síðast. Síðasta helgi leið hratt enda margt að gera með Aðalheiði Karen. Hún kom í flugi á föstudag með systur Siggu vinkonu. Var með mér í vinnunni frá smá tíma en svo byrjuðum við dagskráWinkeða þannig kl. 16. þá var afi sóttur í vinnuna og farið heim. Síðan í mat til langafa harðfisks og langömmu pönnuköku, þetta eru viðurnefni sem AKD m&p einhvertíma og notar þegar hún er í stuði, bara gaman að því. Eftir matinn var farið heim aftur og skvísan í bólið. Á  laugardag byrjuðum við á að baka og fórum svo á Glerártorg þar sem bíll Andrésar andar var til sýnis. Henni leiddist nú ekki að skoða hann. Eftir þá ferð brunuðum við svo í Jólahúsið og þar fannst þeirri stuttu sko margt að sjá. Hellirinn með Grýlu og Leppalúða var samt sá staður sem hún vildi ekki koma neitt nálægt eftir að hún kíkti þar inn í byrjunCool Skrítið eða hvað? Eftir þetta brölt okkar fórum við svo í afmæli til Siggu vinkonu en hún varð fimmtug þennan dag. Flott veisla sem hún hristi fram úr erminni frúin sú enda snillingurWizard.  Sunnudagurinn var aðeins erfiðari því þá var AKD farin að sakna systur sinnar og auðvitað foreldra en það slapp nú samt alveg til. Það var aftur farið á Glerártorg og svo út á leikvöll. Síðast en ekki síst þá var svo amma pönnukaka með pönnsu kaffi og það fannst þeirri stuttu ekki slæmt. Langafi sýndi henni líka eyrnalokka sem hún á að fá þegar hún fær göt í eyrun og setti auðvitað vist ferli af stað með því. En hvað um það hún fær göt  í dagHalo byrjaði að suða í mömmu sinni þegar hún kom suður aftur á mánudag. Stelpu skottið var ákveðin í að borða tvennt á Akureyri það var heitt slátur og pönnukökur hún fékk hvoru tveggja og var sko sæl og ánægð með það.  Það var kát og glöð stelpa sem fór í flug á mánudag heim til mömmu, pabba og Jóhönnu Kristínar. Amma stóð eftir og saknar þeirra allraInLove

Framundan er tími veislna, jólahlaðborða og jóla stúss. Annað kvöld erum við á leið í sextugs afmæli. Pabbi verður sjötíu og fimm ára 25. nóv. en þann dag fer hann í undirbúning fyrir hjartaþræðingu og verður svo þræddur þann 26. Vonandi gengur það allt vel.

Hvað ætlaði ég að skrifa um jólahlaðborð??Wizard Það kemur bara seinna.

Best að renna sér ljúflega inn í þennan dag og reyna að vera dugleg.

 


Lúin

SleepingHvernig má það vera að maður vakni þreyttur eftir sjö tíma svefn? Ótrúlegt. Ég fór á Bjarg í gær eftir vinnu og það gerir það að ég er alveg til í að sofa lengur í dag, en það er nú ekki í boði. Annars hef ég gott af þessu. Hafði ekki mætt í ræktina í heilt ár fyrr en á mánudaginn síðasta. Ég var víst heldur lengi í pottinum á eftir þannig að það lá við að það væri búið að kalla út leitarflokk Halo Gamli minn hefur sennilega verið farin að hafa áhyggjur af því að ég hefði hnigið niður eða eitthvaðCoolHeart Í kvöld er svo seinna námskeiðskvöldið í glerbræðslunni það verður bara gaman. Á morgunn fæ ég svo lifandi pakka með flugiInLovemikið hlakka ég til. Fæ að ammast fram á mánudag. Að vísu kemur bara annað ömmuskottið mitt í þessari ferð en vonandi koma Halldóra og Dúi bara aftur norður um afmælið hans pabba, en hann verður 75 ára núna 25. nóvember og ég held að hann sé að komast inn á það að vera með kaffi á laugardeginum.

Jæja meira kaffi og svo að spíta í lófana og renna ljúflega inn í daginn.


Strengir

Ekki gítarstrengir þó. Ég druslaðist niður á Bjarg í gær eftir vinnu í fyrsta sinn í heilt ár, sú ferð skilar mér auðvitað strengjum á vissum stöðumFrown En þetta var bara fínt. Í kvöld er ég svo á leið á glerbræðslunámskeið sem ég er viss um að verður bara gaman. Fór á svona námskeið í Punktinum fyrir nokkrum árum síðan og hafði mikið gaman af. Ég myndi nú telja svona frekar miklar líkur á að ég komi við á Keramikverkstæðinu og kaupi mér eitthvað að mála, er komin í þörf fyrir þaðCool Veit að ég er skrítin skrúfa en svona er þetta bara.

Það eru búið að setja upp jólaseríur á þó nokkuð mörgum stöðum hér í bæ. Fólk er greinilega að stytta skammdegið, eða það hreinlega er að reyna að stytta biðina eftir að þetta ár klárist. Kannski er það von um betri tíð. Ég sjálf er ákveðin í að njóta jólaljósa og jóladóts með fyrra fallinu í desember. InLoveég bara elska jólin.

Over and out

 


Tíminn líður

Síðasta vika hefur liðið hratt eins og svo oft vill verða þegar maður hefur nóg að gera. Það er nú þannig að í minni vinnu er nóg að gera hjá mér. Þó ekki þannig að maður sé að drukkna í yfirvinnu og látum heldur þá þarf að halda þétt áfram til að verkin klárist.

Í dag réðist ég loksins í að gera slátrin mín þetta haustið. Mikið er gott að það er frá. Maður þarf víst að fara að þrífa glugga og gardínur svo maður geti hengt upp jólaljósin sem ég er ákveðin í að gera snemma þetta árið.

Það er víst óhætt að segja að tíminn líður og það allt of hratt. Það verða komin jól áður en ég veit af. Allavega er komin föndur og sköpunarfílingur í mig núna. Ætla að skella mér á glerbræðslunámskeið í næstu viku og svo þarf ég auðvitað ná mér í eitthvað til að mála. Veit ekki hvort það verður eitthvað jóla eða bara eitthvað sem mig langar til að gera. Ég á líka eftir að mála á kertin mín fyrir jólin, var líka að hugsa um að mála dagatalskerti fyrir desember en það á nú eftir að koma í ljós hvað ég geri með það.

Sigurgeir er að syngja á tónleikum með KAG og Karlakórnum Drífanda frá Egilsstöðum. Í kvöld er svo skemmtun og matur með þeim upp í Lóni. Ætli maður drífi sig ekki þangaðWhistling Er nú samt ekki í miklu stuði til þess núna. En þá er bara að ná sér í smá jákvæðni og drífa sig svo  bara. Kannski ég fái mér bara fegurðarblund þá kemur þettaWizard Ég er með suður þrá og veit að ég fullnægi henni fljótlega á bara eftir að ákveða hvaða dag. Sennilega þó ekki fyrr en 27. nóv. þá get ég bæði farið til augnlæknis og gert gagn því það er starfsdagur á leikskólanum hjá nöfnu minni eftir hádegið þann dagSmile Það er svo yndislegt að geta gert eitthvað fyrir þessar elskur.

Jæja ekki meira bull í bili.

 


Hlakka til

Góðan dag.

Hér í höfuðstað norðurlands er fljúgandi hált í morgunsárið. Það hefur rignt og svo frosið þannig að það er ísing á öllu. Hvað um það menn verða bara að fara gætilega. Ég sigli góð inn í þennan dag. Kláraði tásupúslið í gærkveldi og ætla eftir vinnu í greifynjunudd hvernig sem það fer svo fram. Allavega ætla ég að slaka á og taka bara á móti þessu dekri. Ég fékk gjafabréf á snyrtistofu sem bíður upp á þetta nudd í afmælisgjöf.

Annars er allt rólegt í kringum mig þessa dagana reyndar nóg að gera í vinnunni sem er jú gott, en eftir vinnu er ég frekar löt um þessar mundir. Hyggst þó reyna að snú þeirri leti við á allra næstu dögum. Held reyndar að þessi flensu skrambi hafi farið heldur illa í mig.

Það er farin að grípa um sig ferðahugur í mig ég er farin að sakna liðsins míns sunnan heiða. Þó er nú ekki mánuður síðan ég hafði alla í kringum mig síðast. Held samt að ég þurfi að bæta úr þessu áður en langt um líðurSmile Ég átti líka að koma til augnlæknis í október þannig að það er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.

Megið þið eiga góðan dag. Það ætla ég að gera

Over and outWizard


Líðandi stund

Nú finnst mér sem þjóðin öll sé á tímamótum hvort heldur sem menn voru með eða á móti Icesave. AGS en næsta skref þeim megin´, það á að fjalla um mál Íslands núna næstu daga. Svo er það stöðugleikasáttmálinn hvernig verður með hann. Verðum við betur eða verr stödd ef við ætlum okkur að fara í kjaraaðgerðir á þessum tíma? Leiðinlegt að hugsa um þetta allt samanFrown svo nú er ég búin með þennan pakka í dag og ætla að horfa fram á veginn. Sigli því góð inn í þennan dag og ætla að njóta hans. Vona að þið gerið það líka.Whistling

Helgin

Á fimmtudaginn síðasta fórum við í áttræðis afmæli eins og ég vara búin að tjá mig um hér. Það var fínt og gaman að sjá að Lórenz systkynin voru öll á svæðinu færri vorum við systkynabörn Gunnars enda svo sem ekki við öðru að búast þar sem flest eru búsett á Reykjavíkursvæðinu. Alla Gunna kom í heimsókn um kvöldið og sat hjá okkur dágóðan tíma. Gott að fá hana.

Föstudeginum var auðvitað eytt í vinnu og svo bauð ég syninum í mat og Þorsteini vini hans líka. Gaman að gefa þeim að borða annað slagið. Halo Ég er ekki enn farin að skoða íbúðina sem þeir fengu leigða. Er nú samt alveg að fara þangaðSmile 

Á laugardaginn var svo farið austur á Raufarhöfn þar sem verið var að jarða Magnús pabba hennar Ágústu svilkonu. Við fórum að heiman rétt um átta og tókum tengdamömmu með á Húsavík. Þetta var látlaus og falleg útför. Söngurinn fallegur og vel valin lög. Laufey María toppaði sönginn með því að syngja lagið Ást fyrir langafa sinn. Mjög flott hjá henni. Við stoppuðum svo aðeins á Húsavík á heimleiðinni þar sem tengdapabbi beið eftir kellu sinni en hann treysti sér ekki austur.

Það fer nú ekki neitt fyrir því að ég sé komin í jólahugleiðingar nem hvað ég er búin að verða mér út um tvær jólagjafir. Ömmu skotturnar eru sem sagt í höfn. En þessi stemming hlýtur að koma í desember, mér finnst allt of snemmt að fara í jólagír í október. Hinir sem vilja mega það samt alveg fyrir mér.

Jæja ég ætla að sigla inn í daginn með bros á vör og hætta að bulla hér að sinni.


Alveg var ég búin að gleyma þessu.

Engum myndi detta í hug að segja að ég væri duglegur bloggari. Gafst reyndar upp á að skrifa hér þar sem að það eina sem virtist vera merkilegt lengi í byrjun árs var tjáning um fjárglæfra menn og annað misyndis fólk sem notaði sér saklausa einstaklinga og steypti þeim beint í gjaldþrot. En þarna er hver sinnar gæfusmiður eins og í flestu öðru.

Heilmargt hefur þó gerst skemmtilegt á þessu ári allavega hjá mér og mínum. Ekki ætla ég  að tíunda það allt hér. Það er best að halda sig bara við það sem er í núinu en ekki fortíðinni. Núna er ég tildæmis að hugsa um hvað við fjölskyldan eigum að færa Gunnari föðurbróður mínum á morgunn en þá verður kappinn áttræður. Já Gunni Lór, eldist þó svo að manni finnist hann hafa verið eins í mörg ár. Gamli ætlaði reyndar að stinga af en ákvað svo að það væri kannski bara tilefni til að gefa ættingjum og vinum sem vildu hitta hann kaffisopa.

Ég veit líka að það getur verið auðvelt að fara bara eitthvað þegar maður á stórafmæli en það er líka voða gaman að fá fólkið sitt og halda veislu. Það gerði ég um daginn þegar ég varð fimmtug og skemmti mér stórkostlega. Það fer ekki meira á blað að þessu sinni þar sem ég er að byrja vinnudaginn og hér er nóg af verkefnum sem bíða mín.

 


orðlaus

Frown


Ástand landans

Skrítið finnst mér að upplifa það að menn sem eru að mótmæla ranglæti við Alþingishúsið skulu vera að berjast fyrir réttlæti með því að skemma eigur okkar allra. Hverjir bera kostnað af hreinsun málningar sem skvett er, nýjum rúðum og öðru sem skemmt er? Erum það ekki við þjóðfélagsþegnarnir?

Málið er nú samt ekki þannig að ég finni ekki fyrir aðgerðarleysi eða hreinlega vanmætti gagnvart því sem er að gerast í fjármálum og atvinnulífi landans. Það kemur við mitt heimili eins og svo margra annarra. Ég myndi samt sem áður ekki tíma að kaupa mér egg til að grýta í dauða hluti. Því síður finnst mér sniðugt að henda mat eins og lamba lærum í menn sem eru að sinna störfum sínum.  Lögreglan gæti líka haft meiri tíma til að uppræta glæpi í þjóðfélaginu ef það þyrfti ekki að standa vörð við alþingi og aðra staði þar sem menn fara fram úr sjálfum sér.

Annars finnst mér sem það geti verið að margir séu farnir að reyna að nota sér vanmátt almennings. Það eru margslags námskeið auglýst og margt í boði fyrir þá sem hafa tíma, margir atvinnulausir ættu kannski að geta nýtt sér eitthvað af þessu en því miður sýnist mér sem það sé samt hæpið því það kostar nokkra þúsundkalla lágmark á hvert námskeið og þá peninga á atvinnulaust fólk ekki til.

Jæja ég ætlaði alls ekki að tjá mig um þessi mótmæli en mátti þó til. Kannski á ég líka eftir að fara í æsingaham einhvern tíma en ég vona þó svo sannarlega ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband